Menning

RAX Augnablik: „Maður þarf að klípa sig til að átta sig á því hvort að maður sé dauður“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson myndaði þá Olgeir og Þórð. 
Ragnar Axelsson myndaði þá Olgeir og Þórð.  RAX

Ragnar Axelsson fylgdi fjallmönnunum Þórði og Olgeiri um árabil að smala fé af fjöllum á Landmannaafrétti. Hann óttast að það sé hefð sem sé að líða undir lok.

„Einhver stórkostlegasta upplifunin á Íslandi er að fara á fjöll með fjallmönnum,“ segir RAX í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Ljósmyndarinn hefur farið í ævintýri með þeim á þessar slóðir eins oft og hann getur síðustu þrjá áratugi. 

„Maður þarf að klípa sig til að átta sig á því hvort að maður sé dauður. Þetta er önnur veröld og þetta er svo heillandi. “

RAX segir að Þórður og Olgeir séu svo sannarlega hluti af sjarma landsins. 

„Nú eru þeir báðir hættir að fara á fjöll og það er eins og það vanti klett í fjallshlíð.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan.

Klippa: RAX Augnablik - Þórður og Olgeir fjallmenn

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Ragnar Axelsson hefur áður talað um fjallmenn og smalamennsku í þáttunum RAX Augnablik. Þrjár vel valdar frásagnir má sjá hér fyrir neðan. 

Komið af fjöllum

Myndin sem varð kveikjan að því að Ragnar fór að fylgja fjallmönnum í göngur á Landmannaafrétti, var síst til þess fallin að afla honum vinsælda meðal þeirra.

Sundreið í Rangá

Ein af eftirminnilegum myndum Ragnars er af Kristni Guðnasyni, fjallkóngi og bónda á Landmannaafrétti, þar sem hann sundríður yfir Rangá og dregur kind með sér.

Hesturinn hlæjandi

Eftir að hafa náð skondinni mynd af Þórði vini sínum vandræðast við að smala þrjóskri kind vildi Ragnar ná mynd af hlæjandi hesti til þess að búa til skemmtilega opnu í bók um lífið á fjöllum.


Tengdar fréttir

RAX heiðraður á hátíð í Portúgal

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).

Í sjálf­heldu í vonsku­veðri á þver­hníptu bjarginu

Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta frá bænum Tungu í Svínadal við flugeldasprengingar. Ragnar Axelsson ljósmyndari slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum.

„Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“

„Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×