Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem hefur gerðist í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta.
Klukkan 18.05 er leikur ÍR og Íslandsmeistara Vals í Subway deild karla á dagskrá. Klukkan 20.05 er komið að leik Stjörnunnar og Hauka í sömu deild. Klukkan 22.00 verður farið yfir Tilþrif kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Við hefjum daginn snemma en klukkan 10.00 er Alfred Dunhill Championship-mótið í golfi á dagskrá.
Klukkan 19.05 er komið að þeirri elstu og virtustu, FA bikarkeppninni á Englandi. Viðureign kvöldsins er leikur Gillingham og Dagenham & Redbridge. Sigurvegarinn mætir Leicester City í næstu umferð.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19.15 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá en þar er keppt í CS:GO. Leikir kvöldsins eru LAVA gegn NÚ, Ármann gegn Breiðabliki og Ten5ion gegn Fylki.