Lífið

Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hugo Helmig er þekktastur fyrir lag sitt Please Don’t Lie sem kom út árið 2017 og varð mest spilaða lagið í Danmörku það ár.
Hugo Helmig er þekktastur fyrir lag sitt Please Don’t Lie sem kom út árið 2017 og varð mest spilaða lagið í Danmörku það ár. Facebook

Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017.

Faðir Hugo Helmig, tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Thomas Helmig, greindi frá andlátinu á Instagram í morgun. Kemur þar fram að Hugo hafi andast þann 23. nóvember síðastliðinn.

„Ég er óendanlega þakklátur fyrir hverja sekúndu sem ég fékk með þér,“ segir Thomas í færslunni.

Hugo Helmig er þekktastur fyrir lag sitt Please Don’t Lie sem kom út árið 2017 og varð mest spilaða lagið í Danmörku það ár.

Í kjölfar vinsælda lagsins birtist Hugo Helmig í sjónvarpsþáttunum Hugo og Helmig í danska ríkissjónvarpinu ásamt föður sínum.

Fréttir bárust af því árið 2019 að Hugo glímdi við kókaínfíkn og var tilkynnt á síðasta ári að hann hefði ákveðið að gera hlé á tónlistarferlinum til að vinna í sínum málum.

Hugo var sonur Thomas Helmig og rithöfundarins Renée Toft Simonsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×