Innlent

Uggur um líf­eyris­réttindi heil­brigðis­starfs­manna sem fresta starfs­lokum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Helgi segir það verða að vera freistandi fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa.
Helgi segir það verða að vera freistandi fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Stöð 2

„Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“

Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins.

Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks.

Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára.

Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl.

„Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið.

Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.