Innlent

Eldur kom upp í íbúð í Garða­bæ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ í gær. Einn íbúi var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann komst út af sjálfsdáðum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn kviknaði þegar íbúinn var að elda en þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn byrjaður að læsa sig í eldhúsinnréttingunni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var íbúðin reyklosuð eftir á. 

Íbúinn var fluttur á slysadeild til frekari skoðunar eftir eldinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×