Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 00:11 Dyraverðir á Dönsku kránni voru pollrólegir þegar fréttastofa ræddi við þá í kvöld. Stöð 2/Ívar F Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum. Næturlíf Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum.
Næturlíf Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira