Lífið

Simmi Vill er aftur á lausu

Elísabet Hanna skrifar
Simmi Vill og Julie eru hætt saman.
Simmi Vill og Julie eru hætt saman. Vísir/Vilhelm

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður er aftur á lausu eftir að hann og danska kærastan hans, Julie Christensen, hættu saman. Þau opinberuðu samband sitt um miðjan september á þessu ári. 

Í hlaðvarpsþættinum 70 mínútur staðfesti Simmi upphaflega sambandið áður en þau birtu myndir af sér saman og nú hefur hann nýtt vettvanginn til þess að greina frá sambandsslitunum.

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.

Samkvæmt heimildum Smartlands voru sambandsslitin sameiginleg ákvörðun og er ekkert nema gott á milli fyrrverandi parsins. Simmi á þrjá drengi úr fyrra hjónabandi með Bryndísi Björgu Einarsdóttur en leiðir þeirra skildu árið 2017.


Tengdar fréttir

„Simmi kominn með kærustu“

Sig­mar Vil­hjálms­son er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Hall­dórs­son meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum.

Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.