Innlent

Fjór­tán spor í and­litið eftir byltu við Sund­höllina

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Þröstur Ólafsson
Þröstur Ólafsson Vísir/Egill

Þröstur Ólafsson, reglulegur gestur Sundhallar Reykjavíkur, varð fyrir því óláni að falla um listaverk sem stendur fyrir framan inngang laugarinnar.

Slysið átti sér stað snemma morguns þegar Þröstur, sem fer í sund í Sundhöllinni nokkrum sinnum í viku, var á leið til laugarinnar. 

„Það var í gærmorgun, þá var rigning og það var svartamyrkur og engin lýsing á þessu beinlínis þannig að þó ég vissi að þetta væri hérna þá tók ég bara ekki eftir því. Ég var að ganga hérna úr bílnum og steyptist hérna á hornið á einum kubbnum.“

Þröstur varð fyrir talsverðu hnjaski, en sauma þurfti heil fjórtán spor í andlit hans eftir fallið. 

„Þegar það er sleipt og myrkur og rigning þá er mjög hætt við að þú rekir þig einhvers staðar á þó þú kannski steypist ekki svona eins og ég gerði. En það hlýtur að vera hægt að finna einhvern heppilegri og hentugri stað fyrir svona lagað heldur en hérna fyrir framan innganginn á Sundhöllinni.“

Listaverkið heitir BorgarbakkinnVísir/Egill

Þröstur lætur þó engan bilbug á sér finna og ætlar sér ekki að fara að stunda aðra sundlaug.

„Það er orðið of seint. Það getur vel verið hins vegar að það þurfi að gerast þegar þeir loka gömlu lauginni því það er eiginlega ekki hægt að synda í nýju lauginni. Hún er of grunn.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.