Sport

Sara Sigmunds blótar ítrekað í nýju myndbandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Sam Cornforth eru fyndin saman.
Sara Sigmundsdóttir og Sam Cornforth eru fyndin saman. Instagram/@sarasigmunds

Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir og Sam Cornforth bregða á leik í nýju myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum þeirra beggja í gær.

Sara og Sam blóta hins vegar út í eitt í myndbandinu sem er alls ekki ráðlagt myndefni fyrir viðkvæma eða börn yngri en að minnsta kosti tólf ára. Allt var þetta nú samt gert í gríni, CrossFit húmorinn er þarna settur í fyrsta sæti.

Sam Cornforth er CrossFit maður en þekktari fyrir myndbönd sín og gamansemi. Hann fékk Söru með sér í að gera grínmyndband. Þau hafa sett inn annað slíkt myndband áður en að þessu sinni þarf að vara fólk við.

Sam setti sig í spor manns sem kemur inn í íþróttasalinn og sér draumdrottningu lyfta vel yfir hundrað kílóum í réttstöðulyftu.

Af einhverjum ástæðum þá kemur f-k orðið út í annarri hverri setningu hjá þeim báðum eftir það og allt í einu er móður Söru komin inn í samtalið. Allt mjög furðulegt og sérstakt.

Söru til varnar þá er það ekki röddin hennar sem við heyrum heldur er hún talsett en það breytir ekki því að hún hún leikur hlutverk sitt til hins ítrasta.

Þau sem treysta sér til að horfa geta séð þetta furðulega myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×