Tók af sér hjálminn eftir snilldar snertimark og klúðraði leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:00 DJ Moore tók af sér hjálminn þegar hann fagnaði snertimarkinu og það varð á endanum dýrkeypt. AP/John Amis Leikmenn hafa sjaldan farið jafnfljótt úr því að vera hetja í það að verða skúrkur og NFL-leikmaðurinn DJ Moore um helgina. DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira