Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 14:44 Boris Johnson, til vinstri, og Rishi Sunak, til hægri voru nánir samstarfsmenn í þeirri ríkisstjórn sem Johnson var í forsvari fyrir. Dan Kitwood/Getty Images Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag. Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag.
Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10