„Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 10:01 Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Vísir „Þessi manneskja reiðir sig hundrað prósent á þig og þú verður bara að gjöra svo vel að standa þig.“ Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir
Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira