Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.
Í þættinum á föstudaginn mættu söngdrottningarnar Salka Sól og Ragga Gísla en Ragga var í liði með Audda og Salka með Steinda.
Strax komið í spilun
Eitt verkefni sem Auddi og Ragga fengu var að taka upp nýtt tónlistarmyndband við lag. Það völdu að semja nýjan texta við lagið Holding Out For A Hero með Bonnie Tyler. Lagið fjallar um að ferðast frekar innanlands í staðinn fyrir að fara erlendis, veðrið sé nú alltaf svo gott á sumrin.
Lagið virðist vera slá í gegn hjá landanum og er það komið í spilun á Bylgjunni og K100 en hér að ofan má sjá myndbandið sjálft.
Þetta var ekki eina lagið sem Ragga söng í þættinum en eitt verkefnanna sem lagt var fyrir hana var að syngja Draumaprinsinn með nýjum texta eftir Steinda. Sjá má það hér að neðan.