Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:00 Ofurhlauparinn Mari Järsk. Vísir „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. „Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
„Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira