Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 09:39 Mari Järsk var sjöunda konan á heimsvísu þegar hún þurfti að hætta keppni eftir að hafa hlaupið í rúmlega einn og hálfan sólarhring. Vísir/Sigurjón Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09