Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 14:27 Dagur N. Eggertsson borgarstjóri veitir Natöshu S. verðlaunin í Höfða. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi. Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi.
Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00
Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52
Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36