Lífið

Ó­borgan­legar ís­lenskar aug­lýsingar frá 1995

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Það er fátt sem rammar tíðaranda hvers áratugar eins vel líkt og gamlar auglýsingar. 
Það er fátt sem rammar tíðaranda hvers áratugar eins vel líkt og gamlar auglýsingar.  Getty

Það er fátt skemmtilegra en að rifja upp þá gömlu góðu og finna fyrir nostalgíunni streyma um vit og æðar. Gamlar auglýsingar eru þar engin undantekning. 

Aerobic æðið og morgunkorn

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega upprifjun á auglýsingum sem sýndar voru á Stöð 2 það herrans ár 1995 þegar hin byltingarkennda 55 símanúmerabreyting átti sér stað. Árið sem aerobic æðið var allsráðandi og „næntís“ unglingar í ullarvestum borðuðu Corn Pops í morgunmat. 

Stefnumótafyrirtækið Símastefnumótið splæsti í sjóðandi heita auglýsingu þar sem ungur nakinn herramaður þerrar sig á þokkafullan hátt eftir sturtu og klæðir sig upp fyrir stefnumót. Yfir má heyra seiðandi símtal þar sem fólk mælir sér mót.

Blautbolatilþrif og þolfimi

Okkar eini sanni íþróttaálfur, Magnús Scheving, blandaði saman rándýrum þolfimitilþrifum við hressandi blautbola takta í auglýsingu fyrir Maraþon extra þvottaefni. Til gamans má geta að það var svo ári síðar, 1996, sem Latabæjarævintýrið byrjaði og Íþróttaálfurinn fæddist.

Upprifjunina í heild má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×