Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. október 2022 13:30 „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera,“ segir athafnamaðurinn Valli Sport. Vísir/Vilhelm „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni. Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni.
Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30