Lífið

Blake Shelton hættir í The Voice

Elísabet Hanna skrifar
Blake og Niall verða saman í þessari seríu.
Blake og Niall verða saman í þessari seríu. Getty/Sarah Kerver/Neil Mockford

„Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani.

One Direction söngvarinn Niall Horan og rapparinn Chance eru nýir í dómarateyminu og munu fara í gegnum lokaþáttaröð Blakes með söngvaranum. Kelly Clarkson mun einnig snúa aftur í dómnefndina í þeirri seríu. Blake hefur verið partur af þáttunum síðan 2011 þegar fyrsta serían fór í gang. Þá var hann dómari ásamt Adam Levine, Christinu Aguilera, og CeeLo Green.

Hann segir síðustu tólf ár hafa verið ótrúlega reynslu og er þakklátur öllum sem hafa verið partur af þeim. Söngvarinn segist hafa myndað einstök sambönd með samdómurum sínum, þar á meðal eiginkonu sinni. Blake og Gwen kynntust við tökur á sjöundu seríu þáttanna árið 2014. Þá voru þau bæði enn í sínum fyrri hjónaböndum.

Í dag er hann enn í tökum á tuttugustu og annarri þáttaröðinni. Þar eru Gwen Stefani, Camila Cabello og John Legend með honum sem dómarar. Það er því tuttugasta og þriðja þáttaröðin sem verður hans síðasta.

Hjónin kynntust í þáttunum.Getty/Emma McIntyre

Tengdar fréttir

Peop­le hefur valið kyn­þokka­fyllsta mann heims

Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People.  Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið.

Gwen Stefani rakaði höfuðið á Blake Shelton

Tónlistarparið Blake Shelton og Gwen Stefani þurfa að fara eftir öllum reglum varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eins og aðrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×