Lífið

Mjólkaði á umhverfis- og heilsuveislu í Hörpu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Forsetinn gekk um sýninguna og prófaði hinar ýmsu skemmtilegu umhverfislausnir og nýjungar sem sýnendur bjóða upp á.
Forsetinn gekk um sýninguna og prófaði hinar ýmsu skemmtilegu umhverfislausnir og nýjungar sem sýnendur bjóða upp á. María Kjartansdóttir

Lifum betur er svokölluð umhverfis- og heilsuveisla í Hörpu sem hefur staðið yfir frá föstudegi og lýkur hátíðinni í dag, sunnudag 

Á umhverfis- og heilsuveislunni eru yfir 50 sýnendur, 20 fyrirlestrar um umhverfi- og heilsu og fjöldi örnámskeiða. Ítilkynningu segir að þátttakendur eigi það sameiginlega markmið að auðvelda almenningi að taka skref í átt að grænni og heilbrigðari framtíð á fjölbreyttan og aðgengilegan hátt. Sýningin hverfist því um umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu og lausnir.

Umfjöllunarefnin eru fjölmörg og áhugaverð:

 „Hvar viljum við vera eftir 30 ár og hvernig ætlum við að komast þangað?, Streita, mataræði, plastlausar lausnir, kolefnisspor matar, náttúrukortið, grænu skrefin, heilbrigt heimili, áhrif föstu á líkamann, 5 einföld ráð til að halda okkur í formi til áttrætt, matarsóun, moltugerð, ræktun og margt fleira,“ segir í tilkynningu.

Fleiri myndir frá hátiðinni má nálagst á heimasíðu Lifum betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×