Tónlist

Raftónlistarhátíð í Reykjavík um helgina

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Raftónlistarmaðurinn Fennesz kemur fram á tónlistarhátíðinni Extreme Chill í Reykjavík.
Raftónlistarmaðurinn Fennesz kemur fram á tónlistarhátíðinni Extreme Chill í Reykjavík. Aðsend

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram dagana sjötta til níunda október í Reykjavík en þetta í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin.

Hátíðin mun eiga sér stað á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni og má þar meðal annars nefna Tjarnarbíó, Húrra, Fríkirkjuna í Reykjavík, Sirkus, Space Odyssey, Miðgarð og Mál og Menningar húsið.

Fjöldi listamanna fram á hátíðinni í ár og í fréttatilkynningu frá hátíðinni segir að ólíkir listamenn komi saman, allt frá tilraunakenndum listamönnum til þeirra sem eru í klassískari útfærslum.

Í hópi þeirra sem fram koma eru Fennesz, KMRU, Klara Lewis, Mara W. Horn, Mixmaster Morris, Eraldo, Bernocchi, Christopher Chaplin, Sóley, Úlfur, Kira Kira, Yagya, Stereo Hypnosis, Úlfur Eldjárn, Ingibjörg Turchi & Hróðmar Sigurðsson og Jónas Sen ásamt fleirum.

Klara Lewis kemur fram á Extreme Chill.Aðsend

Extreme Chill er hátíð sem setur ávallt markmiðin hærra með hverju ári og hefur nú verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hún hefur líka verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis,“ segir í tilkynningunni.

KMRU hefur komið fram víða um heiminn en verður meðal atriða á tónlistarhátíðinni í Reykjavík um helgina.Aðsend

Tónlist og myndlist mætast á listrænan hátt á hátíðinni en markmið hennar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og hinn lifandi myndheim. 

„Þetta er fjögurra daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík.“

Nánari upplýsingar má finna hér


Tengdar fréttir

Extreme Chill Festival hefst í dag

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í Reykjavík dagana 12.-15. september 2019 en þetta er 10. árið sem hátíðin er haldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×