„Þetta voru losaraleg tímamörk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 18:51 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í október. Vísir/Vilhelm Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní. Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21