Gal Gadot, Jamie Dornan og Alia Bhatt fara með aðalhlutverk í myndinni. Fjallað var um það hér á Vísi þegar töluvert var um lokanir í miðbænum vegna Netflix myndarinnar en þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur.
„Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ sagði Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, í samtali við fréttastofu fyrr á þessu ári. „Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran.“