Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir veðurofsann á landinu í dag

Spár gera ráð fyrir að hann haldi áfram þar til á morgun, einkum á austari hluta landsins. Til að mynda flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri í dag.

Við ræðum við björgunarsveitir í beinni útsendingu.

Við ræðum einnig við formann Sálfræðingafélags Íslands sem kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að vera á herðum almennings.

Við fjöllum um ítölsku þingkosningarnar og förum yfir umferðaþungann í höfuðborginni sem er töluverður á virkum dögum. Þá verður sagt frá íslenskum hesti sem varð heimsfrægur í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum S2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.