Sport

Lewandowski: Styttri leið að Ball­on d‘Or hjá Barcelona en Bayern

Atli Arason skrifar
Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona.
Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA

Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, telur sig eiga meiri möguleika að vinna Ballon d‘Or sem leikmaður Barcelona frekar en sem leikmaður Bayern München.

Eins og þekkt er þá skipti Lewandowski frá Bayern til Barcelona í sumar en Lewandowski reyndi allt sem hann gat til þess að fá félagaskiptin í gegn. Barcelona keypti leikmanninn fyrir 50 milljónir evra

„Ég veit að Barcelona er lið þar sem flestir leikmenn hafa unnið til verðlaunanna. Ég held að leiðin af verðlaunum er styttri hjá Barcelona en hjá Bayern München,“ sagði Lewandowski við fjölmiðla í tengslum við undirbúnings hans og pólska landsliðið fyrir leiki í Þjóðadeildinni. Leikmenn Barcelona hafa unnið verðlaunin oftast allra félagsliða, alls 14 sinnum.

Ballon d‘Or verðlaunin eru veitt besta leikmanni heims á hverju tímabili og hefur verið gert sleitulaust frá árinu 1956. Verðlauna afhendingunni var þó aflýst árið 2020 vegna heimsfaraldursins, þegar Lewandowski þótti líklegastur til að hneppa hnossið.

Lewandowski er á 30 manna lista sem tilnefndir voru til verðlaunanna í síðasta mánuði en hann er eini leikmaður Barcelona sem er tilnefndur í ár en á sama tíma eru tveir leikmenn Bayern München tilnefndir.


Tengdar fréttir

Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist

Robert Lewandowski átti hreint út sagt ótrúlegt tímabil. Það er synd að Gullknötturinn [Ballon d‘Or] sé ekki veittur í ár en hann á verðlaunin svo sannarlega skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×