Fótbolti

Ísrael lagði Albaníu og kramdi drauma Ís­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Shon Weissman skoraði fyrra mark Ísrael í kvöld.
Shon Weissman skoraði fyrra mark Ísrael í kvöld. Ahmad Mora/Getty Images

Sigur Ísrael á Albaníu í Þjóðadeildinni í fótbolta þýðir að Ísland getur ekki unnið sér inn sæti í A-deild þó svo að liðið sigri Albaníu á þriðjudaginn kemur.

Eftir markalausan fyrri hálfleik Shon Weissman heimamönnum í Ísrael á bragðið eftir aðeins mínútu í síðari hálfleik. Myrto Uzuni jafnaði metin þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka en jafntefli hefði þýtt að Ísland ætti enn möguleika á að enda í efsta sæti.

Tai Baribo skoraði hins vegar þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði Ísrael 2-1 sigur. 

Ísrael er því með átta stig og hefur lokið keppni í Þjóðadeildinni en Ísland er með þrjú stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum sínum leikjum til þessa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.