„Fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2022 17:00 Margrét Rán Dóra Dúnu Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér sína þriðju plötu sem nefnist einfaldlega VÖK. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag mun VÖK koma fram á Iceland Airwaves í ár. „Í okkar tilviki þá kom Covid á fullkomnum tíma því við vorum búin að ákveða að koma okkur fyrir í hljóðverinu, leggjast í dvala og gera plötu númer þrjú,” segir Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona- og hljómborðsleikari sem skipar Vök ásamt Einari Stef bassaog gítarleikara og Bergi Dagbjartssyni trommuleikara. Margrét segir að ferlið hafi samt verið bæði krefjandi og einmannalegt út af heimsfaraldrinum. „Tíminn virtist standa í stað en það var á einhvern undarlegan hátt dýrmætt að fá að upplifa þetta skrítna ástand. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálpuðu mér að fara djúpt innávið og rifja upp tímann þegar ég var að koma úr skápnum sem varð svo yrkisefnið. Það var kaffærandi fyrir mig að vera föst í sjálfri mér þegar ég var unglingur og skildi eftri sig djúp sár sem ég er ennþá að kljást við. Platan fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu og koma út úr skápnum. Ég sé það svo skýrt núna hvað það er mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Platan hjálpaði mér að taka utan um þetta ferli og leyfa sárunum að gróa. Hún fjallar um mikilvægi þess að vera sýnilegur því við eigum öll skilið að fá að fá samþykki fyrir að vera við sjálf og líða vel í eigin skinni.” Hljómsveitin VÖKDóra Dúna Öðruvísi ferli Hjómsveitin hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. Á þessari plötu leitast þau við að brjóta formið á lagasmíðunum og leika sér með óvænt og mótsagnakenndar hugmyndir. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni sem fóru fram í hljóðverum þeirra í Hafnarfirði og Reykjavík. Platan geymir 12 lög sem mörg hafa verið gefin út. „Við vildum leyfa lögunum að njóta sín og hefum því kynnt þau eitt af öðru sl. ár,” segir Einar Stef. „Þetta ferli er búið að vera öðruvísi en áður hjá okkur en við erum mjög ánægð með útkomuna.” Vök fengu David Wrench til liðs við sig til að hljóðblanda plötuna en hann hefur m.a. unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Auk þess vann Friðfinnur Oculus við hljóðblöndun plötunnar en Glenn Schick (Phoebe Bridgers, Future) masteraði hana. Hönnun umslags var í höndum Bobby Breiðholt og Maríu Guðjohnsen Vök er á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó 21. október og á Græna hattinum 22. október. Plötuna má nú finna í heild sinni á Spotify. Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00 Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51 Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Í okkar tilviki þá kom Covid á fullkomnum tíma því við vorum búin að ákveða að koma okkur fyrir í hljóðverinu, leggjast í dvala og gera plötu númer þrjú,” segir Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona- og hljómborðsleikari sem skipar Vök ásamt Einari Stef bassaog gítarleikara og Bergi Dagbjartssyni trommuleikara. Margrét segir að ferlið hafi samt verið bæði krefjandi og einmannalegt út af heimsfaraldrinum. „Tíminn virtist standa í stað en það var á einhvern undarlegan hátt dýrmætt að fá að upplifa þetta skrítna ástand. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálpuðu mér að fara djúpt innávið og rifja upp tímann þegar ég var að koma úr skápnum sem varð svo yrkisefnið. Það var kaffærandi fyrir mig að vera föst í sjálfri mér þegar ég var unglingur og skildi eftri sig djúp sár sem ég er ennþá að kljást við. Platan fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu og koma út úr skápnum. Ég sé það svo skýrt núna hvað það er mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Platan hjálpaði mér að taka utan um þetta ferli og leyfa sárunum að gróa. Hún fjallar um mikilvægi þess að vera sýnilegur því við eigum öll skilið að fá að fá samþykki fyrir að vera við sjálf og líða vel í eigin skinni.” Hljómsveitin VÖKDóra Dúna Öðruvísi ferli Hjómsveitin hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. Á þessari plötu leitast þau við að brjóta formið á lagasmíðunum og leika sér með óvænt og mótsagnakenndar hugmyndir. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni sem fóru fram í hljóðverum þeirra í Hafnarfirði og Reykjavík. Platan geymir 12 lög sem mörg hafa verið gefin út. „Við vildum leyfa lögunum að njóta sín og hefum því kynnt þau eitt af öðru sl. ár,” segir Einar Stef. „Þetta ferli er búið að vera öðruvísi en áður hjá okkur en við erum mjög ánægð með útkomuna.” Vök fengu David Wrench til liðs við sig til að hljóðblanda plötuna en hann hefur m.a. unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Auk þess vann Friðfinnur Oculus við hljóðblöndun plötunnar en Glenn Schick (Phoebe Bridgers, Future) masteraði hana. Hönnun umslags var í höndum Bobby Breiðholt og Maríu Guðjohnsen Vök er á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó 21. október og á Græna hattinum 22. október. Plötuna má nú finna í heild sinni á Spotify.
Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00 Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51 Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31
Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00
Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51
Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00