Lífið

Upp úr sauð þegar ein vildi fara á kjúklingastað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heilt yfir var ferðin til New York frábær hjá hópnum. 
Heilt yfir var ferðin til New York frábær hjá hópnum. 

Í raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 í gær fóru stelpurnar í hópferð til New York.

Í þáttunum er fylgst með lífi þeirra Birgittu Líf, Ástrósu Trausta, Magneu Björgu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Til að byrja með í ferðinni voru þær í uppsveitum New York fylkis og nutu þær sín í botn þar. Snemma morguns á degi tvö skelltu þær sér til Manhattan og byrjuðu daginn í Central Park. Því næst skelltu þær sér út að borða á frægan veitingastað í borginni, Tao, og þaðan á þakbar með miklu og fallegu útsýni yfir borgina.

En svo tók við ferðalag til baka þar sem hópurinn gisti í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Manhattan. Og þá kom upp smá togstreita í hópnum.

Magnea Björg vildi stoppa á uppáhalds vængjastaðnum sínum, Wingstop, og féll það ekki vel í kramið hjá öðrum meðlimum LXS eins og sjá má í atriðinu hér að neðan. Þetta var lokaþátturinn í seríunni en stelpurnar snúa aftur á næsta ári á Stöð 2.

Klippa: Drama þegar ein vildi fara á kjúklingastað
LXS





Fleiri fréttir

Sjá meira


×