Innlent

Talinn vera inn­brots­þjófur en var í raun hús­ráðandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var lítið að frétta hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt.
Það var lítið að frétta hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan hálf tíu í gær barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot á heimili í Grafarholti. Lögreglan mætti á svæðið en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn var í raun húsráðandi og hafði læst sig úti.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Það var rólegt í nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, einungis 28 mál bókuð.

Klukkan rúmlega átta var tilkynnt um húsbrot í miðbænum en hver var þar að verki er óvitað. Einni mínútu síðar var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í verslun í miðbænum. Hann var handtekinn og gisti í fangageymslu vegna ástands.

Tilkynnt var um sofandi mann á stigagangi í Breiðholti klukkan tæplega tíu. Hann var vakinn og gekk hann sína leið eftir það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×