Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 10:13 Plútó drekkur hér vatn úr búri sínu, sem er orðið heldur lítið fyrir kallinn að sögn eigandans. Hann ætlar að kaupa stærra búr undir Plútó, sem er kornsnákur. Þeir stækka hratt og geta orðið allt að eins og hálfs metra langir. vísir/einar Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald. Dýr Gæludýr Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Af augljósum ástæðum kom eigandinn ekki fram undir nafni. Það er stranglega bannað að halda snáka eða önnur skriðdýr á Íslandi og ef lögregla eða Matvælastofnun (MAST) kæmust að því hvar Plútó býr yrði hann tekinn burtu og aflífaður. „Við fáum yfirleitt lögregluna í lið með okkur þar sem að dýrin eru svo fjarlægð. Við þurfum yfirleitt að leita til lögreglu þar sem fólk trúlega er ófúst til að láta slík dýr af hendi. Svo er farið með dýrið til dýralæknis þar sem það er aflífað á mannúðlegan hátt,” segir Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurð hver viðbrögð stofnunarinnar séu fái þau ábendingar um skriðdýrahald fólks á Íslandi. Þóra J. Jónasdóttir, sérdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin fái að jafnaði um tíu tilkynningar á ári um skriðdýrahald á Íslandi.VÍSIR/EINAR Ætla má að skriðdýr á íslenskum heimilum séu í hundraðatali. Á leynilegri Facebook-síðu hafa eigendur þeirra safnast saman til að ræða allt sem tengist skriðdýrahaldi. Meðlimir hópsins eru tæplega þúsund talsins. Eigandi Plútós segir snákinn gott gæludýr. Snákurinn og kötturinn mestu mátar „Mér finnst þetta bara vera svo flott dýr beisikklí. Tengi við snákinn,” segir hann. Mun betri gæludýrakostur en köttur eða hundur að hans sögn enda fer ekki mikið fyrir þeim. Plútó horfir löngunaraugum á jakkaföt fréttamanns, sem hann var afar spenntur að kanna nánar. Rétt eftir að myndin var tekin var hann kominn hálfur inn undir ermi jakkans.vísir/einar „Já, ég er með einn kött hérna heima líka og ég hef meira gaman af snáknum.” Hvernig ná þeir saman? „Þeir eru mjög fínir vinir. Kötturinn kemur oft til okkar upp í rúm þegar við erum þar og þeir fara eitthvað að kýtast og leika sér.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá þegar fréttastofa leit við hjá Plútó og eiganda hans: Matvælastofnun segir tvær meginástæður fyrir því að ekki megi eiga hér skriðdýr. Annars vegar dýravelferðarsjónarmið. Þeir séu villt dýr. Og hins vegar geti þeim fylgt ýmsir smitsjúkdómar eins og sníkjudýr, bakteríur, sveppir og veirur og mikið af þessu getur smitast beint yfir í fólk. En eigandi Plútós hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Aldrei hefur hann lent í veseni með smitsjúkdóma þegar kemur að Plútó, þvær sér alltaf um hendur eftir að hann heldur á honum og hefur aldrei heyrt af slíkum tilfellum úr samfélagi skriðdýraeigenda á Íslandi. Plútó er bara nokkuð sætur þegar maður fær að kynnast honum aðeins. vísir/einar Finnst þér að þetta ætti að vera leyfilegt á Íslandi? „Mér finnst það. Þú veist, þetta er bara í búri og þegar fólk getur átt ketti þá skil ég ekki af hverju það má ekki eiga einn snák.“ Eigandinn bendir á að til dæmis í Noregi séu þeir seldir í gæludýrabúðum og að hér væri auðvelt að koma á eðlilegu eftirliti og umhverfi til að leyfa snákahald.
Dýr Gæludýr Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira