Gríska stórleikkonan Irene Papas er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 13:12 Irene Papas í kvikmyndinni Konurnar frá Tróju frá árinu 1971. Getty Gríska leikkonan Irene Papas, sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, er látin, 96 ára að aldri. Grískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag, en hún fór oft með hlutverk kvensöguhetjunnar í klassískum grískum dramamyndum. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Papas fæddist í Khiliomódhi árið 1926 og ólst upp í Aþenu. Hún hóf leiklistarferilinn snemma á ævinni og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1948. Irene Papas gerði garðinn jafnframt frægan sem söngkona og gaf út tvær plötur með grískri þjóðlagatónlist. Hún var auk þess virk í stjórnmálaumræðunni og gagnrýndi ítrekað herstjórn Grikklands árið 1967. Papas birtist einnig í myndinni Captain Corelli's Mandolin frá árinu 2001 og svo myndinni Um filme falado, í leikstjórn Manoel de Oliveria, frá árinu 2003, en það varð síðasta kvikmyndin sem hún lék í. Grikkland Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Grískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag, en hún fór oft með hlutverk kvensöguhetjunnar í klassískum grískum dramamyndum. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Papas fæddist í Khiliomódhi árið 1926 og ólst upp í Aþenu. Hún hóf leiklistarferilinn snemma á ævinni og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1948. Irene Papas gerði garðinn jafnframt frægan sem söngkona og gaf út tvær plötur með grískri þjóðlagatónlist. Hún var auk þess virk í stjórnmálaumræðunni og gagnrýndi ítrekað herstjórn Grikklands árið 1967. Papas birtist einnig í myndinni Captain Corelli's Mandolin frá árinu 2001 og svo myndinni Um filme falado, í leikstjórn Manoel de Oliveria, frá árinu 2003, en það varð síðasta kvikmyndin sem hún lék í.
Grikkland Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira