Innlent

Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sjoppan Prins í Hraunbæ. Búið er að lagfæra innganginn eftir flótta innbrotsþjófsins í fyrrinótt.
Sjoppan Prins í Hraunbæ. Búið er að lagfæra innganginn eftir flótta innbrotsþjófsins í fyrrinótt. Vísir/Vilhelm

Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni.

Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni.

Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður.

Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. 

„Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. 

„Þetta var bara sjokk.“

Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn.

Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot

„Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg.

Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri.

Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel 

Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.