„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 09:30 Tom Brady og Gisele Bündchen fögnuðu vel þegar Brady og félagar í Tama Bay Buccaneers höfðu landað NFL-meistaratitlinum í febrúar 2021. Getty/Kevin C. Cox Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele. NFL Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele.
NFL Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn