Bíó og sjónvarp

Vera opnar RIFF í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vera Gemma með verðlaunastyttu sína í Feneyjum.
Vera Gemma með verðlaunastyttu sína í Feneyjum. Getty/y Elisabetta A. Villa

Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum.

Kvikmyndin er eftir leikstjórana Tizza Covi og Rainer Frimmel. Vera og leikstjórarnir tveir verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói 29. september klukkan 19:45 og svara spurningum að sýningu lokinni.

Myndin kannar myrkar hliðar frændhygli, grimmra fegurðarviðmiða og mótun sjálfsmyndar af því að vera barn frægra foreldra fremur en einstaklingur með eigin drauma og þrár.

Rainer Frimmel, Vera Gemma og leikstjórinn Tizza Covi.Getty/Stefania D'Alessandro

Myndin fjallar um Veru, dóttur frægs ítalsk kvikmyndagerðarmanns. Hún býr í skugga föður síns í hástigum samfélagsins. 

„Þrátt fyrir mikinn vilja til að tengjast öðru fólki og eiga í merkingarbærum samskiptum sjá flestir Veru sem möguleika á að komast í álnir og góð tengsl við elítuna. Vera er þreytt á þessu yfirborðskennda lífi og þegar leigubíll, sem hún er farþegi í, keyrir á ungan dreng, myndar hún spennuþrungið samband við drenginn og föður hans. Þeir búa við veruleika, alls ólíkan hennar, fátækt og vatnsskort. Vera þarf fljótlega að spyrja sig sömu spurningar og áður um hvort hún hafi aðeins hagnýtt gildi fyrir aðra?“

Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september og er því um Norðurlandafrumsýningu á myndinni að ræða á RIFF. Hátíðin fer fram 29. september til 9. október. 


Tengdar fréttir

Þrettán íslenskar stuttmyndir keppa á RIFF í ár

„Stuttmyndasamkeppni RIFF er sérlega spennandi í ár, fjölbreytt viðfangsefni og ólík efnistök einkenna myndirnar sem valdar hafa verið í flokkinn,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. Keppnin fer fram í tveimur hlutum og horft er á hvorn þeirra í heilu lagi.

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.