Lífið

Brosir vitandi að amma og afi séu sam­einuð á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harry náði ekki að vera viðstaddur er amma hans féll frá en hann var þá á leiðinni frá London til Skotlands.
Harry náði ekki að vera viðstaddur er amma hans féll frá en hann var þá á leiðinni frá London til Skotlands. Getty/Chris Jackson

Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni.

Harry og amma hans voru ekki mjög náin síðustu ár eftir að Harry sagði sig frá öllum konunglegum skyldum sínum í kjölfar þess að hann og eiginkona hans, Meghan, vildu verða fjárhagslega sjálfstæð. Yngsta barn þeirra hjóna, Lilibet Mountbatten-Windsor, heitir þó eftir drottningunni sem var ávallt kölluð Lilibet er hún var yngri. 

Harry birti í dag yfirlýsingu vegna andláts ömmu sinnar þar sem hann þakkar henni fyrir allar góðu stundirnar.

„Ég verð þér ávallt þakklátur fyrir alla „fyrstu hittingana“ okkar. Frá fyrstu minningum mínum af þér, frá því að ég hitti þig í fyrsta sinn er þú varst yfirmaður minn, frá því þegar þú hittir yndislegu eiginkonuna mína í fyrsta sinn og þegar þú knúsaðir elskuleg barnabarnabörn þín í fyrsta sinn,“ segir í yfirlýsingunni.

Hann vill að orð ömmu sinnar eftir andlát eiginmanns hennar, Filippusar, fái að njóta sín um allan heim. Þá sagði hún að lífið samanstandi af síðustu stundum og fyrstu hittingum.

„Við brosum vitandi að þú og afi eruð sameinuð á ný og hvílið bæði í friði,“ segir Harry að lokum.


Tengdar fréttir

Elísa­bet II Bret­lands­drottning er látin

Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.

Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×