Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2022 19:53 Katrín hitti Elísabetu í Buckingham-höll árið 2019, þegar drottningin bauð leiðtogum NATO-ríkjanna til kvöldverðar. Við hlið þeirra stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. Elísabet lést í Balmoral-kastala í Skotlandi síðdegis í dag en fyrr í dag hafði verið tilkynnt að hún væri undir sérstöku eftirliti lækna, þar sem heilsu hennar færi hrakandi. Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi vegna fráfalls drottningarinnar, en Karl sonur hennar er tekinn við krúnunni. Hann verður Karl III Bretlandskonungur. Hlý og alþýðleg Í samtali við fréttastofu segir Katrín að andlát Elísabetar marki merkileg tímamót í sögu vestrænna ríkja. „Elísabet hefur ríkt frá því Churchill var forsætisráðherra, þannig að þetta er ótrúlega langt tímabil sem hún var þjóðhöfðingi Bretlands. Hún hafði einhverja yfirsýn yfir 20. öldina sem verður ekki jafnað saman við aðra þjóðhöfðingja um þessar mundir,“ segir Katrín. Katrín hitti Elísabetu einu sinni, þegar drottningin bauð leiðtogum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til kvöldverðar í Buckingham-höll, árið 2019. „Það kom mér á óvart hvað hún var hlýleg í framkomu, því hún er auðvitað drottning, og vel heima í Íslandi. Hún vildi einkum ræða við mig um íslenska hestinn og það var bara gaman að tala við hana. Það var einkar eftirminnilegt,“ segir Katrín. Elísabet hafi þá lagt sig fram við að hitta alla sem í veislunni voru, sem Katrín segir ekki endilega vanalegt þegar kemur að þjóðhöfðingjum. „Óháð þeirra stöðu. Mér fannst það skemmtilegt. Ég skil vinsældir hennar hjá bresku þjóðinni.“ Hér má sjá Elísabetu í sinni einu opinberu heimsókn til Íslands, árið 1990.GETTY/JOHN SHELLEY Öll þessi saga í einni konu Þá er Katrínu minnistæð ræða sem Elísabet flutti á loftslagsráðstefnu í Glasgow nokkru síðar. Það var þó í gegnum fjarfundabúnað, þar sem kórónuveiran réði ríkjum á þeim tíma. „Það var gríðarlega eftirminnileg ræða. Hún ávarpaði leiðtoga heimsins og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú verðið þið að hefja ykkur yfir pólitík augnabliksins og verða raunverulegir leiðtogar í loftslagsaðgerðum.“ Þetta var frábær ræða og það voru allir mjög snortnir. Þá var hún að vitna í eiginmann sinn, Filippus, sem þá var látinn. Þannig að þetta var bæði persónuleg og pólitísk ræða,“ segir Katrín. Hún segir erfitt, á þessari stundu, að segja til um hversu stóra arfleið Elísabet skilur eftir sig. „Þetta markar einhver endalok ákveðins tímabils, þar sem hún bjó yfir þessari miklu yfirsýn. Það var einmitt áhugavert, í þetta eina skipti sem ég hitti hana, þá ræddum við fjölgun kvenna í pólitík og aðrar breytingar sem hafa orðið í hennar löngu tíð.“ Katrín segist fullviss um að margir líti á Elísabetu sem heimilisvin, langt út fyrir Bretland og samveldið. „Ég hugsa að það séu mörg sem eiga eftir að muna hvar þau voru þegar þau heyrðu þessi tíðindi. Einfaldlega vegna þess að hún var ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu, allt frá seinni heimsstyrjöld og til vorra daga. Það er eitthvert samhengi í þessu sem er alveg ótrúlegt,“ segir Katrín. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Elísabet lést í Balmoral-kastala í Skotlandi síðdegis í dag en fyrr í dag hafði verið tilkynnt að hún væri undir sérstöku eftirliti lækna, þar sem heilsu hennar færi hrakandi. Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi vegna fráfalls drottningarinnar, en Karl sonur hennar er tekinn við krúnunni. Hann verður Karl III Bretlandskonungur. Hlý og alþýðleg Í samtali við fréttastofu segir Katrín að andlát Elísabetar marki merkileg tímamót í sögu vestrænna ríkja. „Elísabet hefur ríkt frá því Churchill var forsætisráðherra, þannig að þetta er ótrúlega langt tímabil sem hún var þjóðhöfðingi Bretlands. Hún hafði einhverja yfirsýn yfir 20. öldina sem verður ekki jafnað saman við aðra þjóðhöfðingja um þessar mundir,“ segir Katrín. Katrín hitti Elísabetu einu sinni, þegar drottningin bauð leiðtogum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til kvöldverðar í Buckingham-höll, árið 2019. „Það kom mér á óvart hvað hún var hlýleg í framkomu, því hún er auðvitað drottning, og vel heima í Íslandi. Hún vildi einkum ræða við mig um íslenska hestinn og það var bara gaman að tala við hana. Það var einkar eftirminnilegt,“ segir Katrín. Elísabet hafi þá lagt sig fram við að hitta alla sem í veislunni voru, sem Katrín segir ekki endilega vanalegt þegar kemur að þjóðhöfðingjum. „Óháð þeirra stöðu. Mér fannst það skemmtilegt. Ég skil vinsældir hennar hjá bresku þjóðinni.“ Hér má sjá Elísabetu í sinni einu opinberu heimsókn til Íslands, árið 1990.GETTY/JOHN SHELLEY Öll þessi saga í einni konu Þá er Katrínu minnistæð ræða sem Elísabet flutti á loftslagsráðstefnu í Glasgow nokkru síðar. Það var þó í gegnum fjarfundabúnað, þar sem kórónuveiran réði ríkjum á þeim tíma. „Það var gríðarlega eftirminnileg ræða. Hún ávarpaði leiðtoga heimsins og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú verðið þið að hefja ykkur yfir pólitík augnabliksins og verða raunverulegir leiðtogar í loftslagsaðgerðum.“ Þetta var frábær ræða og það voru allir mjög snortnir. Þá var hún að vitna í eiginmann sinn, Filippus, sem þá var látinn. Þannig að þetta var bæði persónuleg og pólitísk ræða,“ segir Katrín. Hún segir erfitt, á þessari stundu, að segja til um hversu stóra arfleið Elísabet skilur eftir sig. „Þetta markar einhver endalok ákveðins tímabils, þar sem hún bjó yfir þessari miklu yfirsýn. Það var einmitt áhugavert, í þetta eina skipti sem ég hitti hana, þá ræddum við fjölgun kvenna í pólitík og aðrar breytingar sem hafa orðið í hennar löngu tíð.“ Katrín segist fullviss um að margir líti á Elísabetu sem heimilisvin, langt út fyrir Bretland og samveldið. „Ég hugsa að það séu mörg sem eiga eftir að muna hvar þau voru þegar þau heyrðu þessi tíðindi. Einfaldlega vegna þess að hún var ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu, allt frá seinni heimsstyrjöld og til vorra daga. Það er eitthvert samhengi í þessu sem er alveg ótrúlegt,“ segir Katrín.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55