Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu snýr aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evrópumeistarar Real Madríd mæta Celtic í kvöld.
Evrópumeistarar Real Madríd mæta Celtic í kvöld. Tullio Puglia/Getty Images

Það má segja að það sé stór dagur í dag þar sem Meistaradeild Evrópu í fótbolta, karla megin, hefst á nýjan leik. Evrópumeistarar Real Madríd eru í Glasgow í Skotlandi á meðan Juventus sækir Frakklandsmeistara París Saint-Germain heim.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins og klukkan 18.50 hefst útsending frá leik stórliðanna PSG og Juventus. Búast má við hörkuleik í París. Að leik loknum, klukkan 21.00, eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Fyrsti leikur dagsins fer fram í Króatíu en þar mætast Dinamo Zagreb og Chelsea. Hefst útsending 16.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Verður forvitnilegt að sjá hvernig Chelsea kemur til leiks en liðið hefur hikstað undanfarið.

Klukkan 18.50 er leikur Celtic og Evrópumeistara Real Madríd svo á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 21.00 er Queens á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×