Lífið

Labbaði beint í fangið á Katy Perry

Elísabet Hanna skrifar
Þuríður Blær labbaði beint í fangið á Katy Perry.
Þuríður Blær labbaði beint í fangið á Katy Perry. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi.

„Þetta var í rauninni algjör vitleysa sko, en ótrúlega flott, kapitalískur draumur. Ég var bara í himnaríki,“ sagði hún meðal annars um upplifun sína á skipinu. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Þuríður Blær lýsir upplifun sinni á Norwegian Prima

Þuríður og Daði Freyr unnu saman að laginu endurtaka mig með kom út fyrir þremur árum síðan. Lagið var valið af forsvarsmönnum skipsins til þess að vera spilað og þannig kom það til að Þuríður steig um borð á skipinu til þess að skemmta gestum þess.

Menn í hvítum hör jakkafötum

Aðspurð hvernig stemningin meðal gestanna hafi verið virðist hún hafa farið fram úr öllum væntingum: „Mjög góð, mjög góð. Mér virtust þetta vera svona milljónamæringar svona mjög mikið svona gamlir menn í hvítum jakkafötum svona hör og það voru bara allir mjög spenntir og okkur var ótrúlega vel tekið.“


Tengdar fréttir

Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry

Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 

„Ég er stærsti aðdáandi hennar“

Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×