Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins Snorri Másson skrifar 2. september 2022 08:01 Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins. Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar
Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira