Tónlist

Platan „Midnights“ væntan­leg frá Taylor Swift í októ­ber

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Swift á rauða dreglinum og mynd úr tilkynningu vegna plötunnar.
Swift á rauða dreglinum og mynd úr tilkynningu vegna plötunnar. Getty/Dimitrios Kambouris, Twitter Taylor Swift

Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist.

Swift var sú eina sem vann til tveggja verðlauna á hátíðinni en hún vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið annarsvegar og besta langa tónlistarmyndbandið hins vegar. Þegar Swift kynnti útgáfu nýju plötunnar þakkaði hún aðdáendum sínum fyrir að hvetja sig áfram í útgáfu gömlu tónlistar sinnar og vildi hún verðlauna þau með tilkynningunni.

Útgáfudagur nýju plötunnar er 21. október næstkomandi og gefur tilkynning tónlistarkonunnar á Twitter og Instagram til kynna að platan komi út á miðnætti og muni bera heitið „Midnights.“ Plötuna segir Swift innihalda „sögur af þrettán svefnlausum nóttum frá mismunandi stigum lífs míns.“

Swift er gjörn á að gefa aðdáendum sínum vísbendingar um framtíðar útgáfur áður en hún gefur frá sér formlega tilkynningu. Eftir tilkynninguna í gærkvöldi hafa sumir hnjaskir aðdáendur bent á að hún hafi lagt áherslu á orðið „midnight“ í myndatexta við tilkynningu um nýtt lag sem hún endurgerði og gaf út í maí síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tón­listar­mynd­bandið

Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×