Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tónlistarmyndbandið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 08:49 Hér má sjá Swift taka á móti veðrlaununum í gærkvöldi. Getty/Arturo Holmes Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). Swift var sú eina sem vann til tveggja verðlauna á hátíðinni. Myndbandið við All Too Well (10 Minute Version) var gefið út í nóvember í fyrra og var hluti af endurútgáfu Swift á plötunni Red. Platan er ein sú vinsælasta úr smiðju Swift en hún gaf hana út að nýju í eigi útgáfu í fyrra haust eftir áralangar deilur við tónlistarframleiðandann Big Machine Label Group. Nýja myndbandið við All Too Well var þá umtalað eftir að það var gefið út en myndbandið er tíu mínútna langt, í raun stuttmynd, og fjallar um ástarsamband Swift við vinsælan Hollywood-leikara. Ljóst er að myndbandið, og lagið sjálft, fjallar um fyrsta alvöru ástarsambandið hennar eftir að hún gerði það gott sem tónlitarkona en hún var þá 21 árs gömul og kærastinn, Jake Gyllenhaal, 29 ára. Vísir fjallaði ítarlega um endurútgáfu Red og All Too Well í nóvember í fyrra, sem finna má hér: Swift benti á, þegar hún tók við verðlaununum fyrir besta tónlistarmyndbandið í gær, að hátíðin væri söguleg. Í fyrsta sinn væru fjórir þeirra leikstjóra, sem tilnefndir væru fyrir besta tónlistarmyndbandið, konur. Þá sagði hún hvatningu aðdáenda sinna hafa orðið til þess að hún ákvað að taka aftur upp fyrstu fimm plöturnar sínar og gefa út í eigin útgáfu. Hún tilkynnti jafnframt að hún muni gefa út nýja plötu 21. október næstkomandi. Swift er eini tónlistarmaðurinn sem hefur unnið verðlaunin fyrir besta tónlistarmyndbandið í þrígang og jafnframt fyrsti tónlistarmaðurinn til að vinna verðlaunin fyrir myndband sem hún leikstýrði sjálf. Hún vann verðlaunin fyrst árið 2015 fyrir myndbandið við Bad Blood og aftur árið 2019 fyrir myndbandið við You Need to Calm Down. Swift var að sjálfsögðu ekki sú eina sem vann til verðlauna á hátíðinni. Bad Bunny vann verðlaunin fyrir besta listamann ársins, Billie Eilish vann verðlaunin lag ársins fyrir lagið Happier Than Ever og Dove Cameron var valin besti nýgræðingurinn. Fyrir besta samstarfið unnu Lil Nas X og Jack Harlow fyrir lagið Industry Baby og Harry Styles vann verðlaunin fyrir besta popplagið fyrir lagið As It Was. Nick Minaj og Lil Baby unnu verðlaun fyrir besta hip-hoppið fyrir Do We Have a Problem og Red Hot Chili Peppers voru valdir bestu rokkararnir fyrir lagið Black Summer. Eurovision-stjörnurnar Måneskin unnu til verðlauna fyrir besta alt-lagið fyrir I Wanna Be Your Slave og The Weeknd í flokkinum besta R&B fyrir Out Of Time. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Swift var sú eina sem vann til tveggja verðlauna á hátíðinni. Myndbandið við All Too Well (10 Minute Version) var gefið út í nóvember í fyrra og var hluti af endurútgáfu Swift á plötunni Red. Platan er ein sú vinsælasta úr smiðju Swift en hún gaf hana út að nýju í eigi útgáfu í fyrra haust eftir áralangar deilur við tónlistarframleiðandann Big Machine Label Group. Nýja myndbandið við All Too Well var þá umtalað eftir að það var gefið út en myndbandið er tíu mínútna langt, í raun stuttmynd, og fjallar um ástarsamband Swift við vinsælan Hollywood-leikara. Ljóst er að myndbandið, og lagið sjálft, fjallar um fyrsta alvöru ástarsambandið hennar eftir að hún gerði það gott sem tónlitarkona en hún var þá 21 árs gömul og kærastinn, Jake Gyllenhaal, 29 ára. Vísir fjallaði ítarlega um endurútgáfu Red og All Too Well í nóvember í fyrra, sem finna má hér: Swift benti á, þegar hún tók við verðlaununum fyrir besta tónlistarmyndbandið í gær, að hátíðin væri söguleg. Í fyrsta sinn væru fjórir þeirra leikstjóra, sem tilnefndir væru fyrir besta tónlistarmyndbandið, konur. Þá sagði hún hvatningu aðdáenda sinna hafa orðið til þess að hún ákvað að taka aftur upp fyrstu fimm plöturnar sínar og gefa út í eigin útgáfu. Hún tilkynnti jafnframt að hún muni gefa út nýja plötu 21. október næstkomandi. Swift er eini tónlistarmaðurinn sem hefur unnið verðlaunin fyrir besta tónlistarmyndbandið í þrígang og jafnframt fyrsti tónlistarmaðurinn til að vinna verðlaunin fyrir myndband sem hún leikstýrði sjálf. Hún vann verðlaunin fyrst árið 2015 fyrir myndbandið við Bad Blood og aftur árið 2019 fyrir myndbandið við You Need to Calm Down. Swift var að sjálfsögðu ekki sú eina sem vann til verðlauna á hátíðinni. Bad Bunny vann verðlaunin fyrir besta listamann ársins, Billie Eilish vann verðlaunin lag ársins fyrir lagið Happier Than Ever og Dove Cameron var valin besti nýgræðingurinn. Fyrir besta samstarfið unnu Lil Nas X og Jack Harlow fyrir lagið Industry Baby og Harry Styles vann verðlaunin fyrir besta popplagið fyrir lagið As It Was. Nick Minaj og Lil Baby unnu verðlaun fyrir besta hip-hoppið fyrir Do We Have a Problem og Red Hot Chili Peppers voru valdir bestu rokkararnir fyrir lagið Black Summer. Eurovision-stjörnurnar Måneskin unnu til verðlauna fyrir besta alt-lagið fyrir I Wanna Be Your Slave og The Weeknd í flokkinum besta R&B fyrir Out Of Time.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira