Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Ströndum og Norðurlandi vestra, sem og á Norðurlandi eystra vegna mikillar rigningaspár.
Viðvaranirnar taka gildi nú á hádegi og eru í gildi til klukkan 10 í fyrramálið.
Búast má við talsverðri rigningu, einkum á Tröllaskaga og svæðinu þar í kring og má reikna með vatnavöxtum og aukinni hættu á bæði grjót- og aurskriðum.
Veðurstofan sagði frá því í morgun að lægð sé nú stödd fyrir austan land og þokist miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra.
Lægð er nú stödd fyrir austan land og þokast miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.