Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 19:31 Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar segir afar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu sinni til fiskveiðilöggjafarinnar þegar nýtt frumvarp er boðað 2024. Vísir Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42