„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Elísabet Hanna skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Parið var í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Aðsend Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. Parið lýsir skemmtilega fyrsta stefnumótinu. Þá bauð Logi Hallveigu út að borða og matseðillinn hljóðaði upp á níu rétti. „Við gátum ekki farið fyrr en eftir þrjá tíma því við vorum að fá rétti allan tímann. Þannig ef þetta hefði verið vandræðalegt þá hefðum við bara verið í þögn,“ segir Hallveig. Sem betur fer var stefnumótið langt frá því að vera vandræðalegt. Seldi bílinn eftir örlagarík veikindi Þegar þau byrjuðu að hittast átti Logi bíl sem var honum afar kær. Örlagaríkt ostrukvöld varð til þess að skipta þurfti bílnum út. Logi lýsir því að hann hafi orðið fárveikur af ostruátinu og þurft að fara upp á spítala. „Hallveig gat ekkert keyrt mig og gat ekki gert neitt því hún kunni ekki á bílinn,“ segir Logi. „Ég kann ekki á beinskiptan bíl, ég er þessi týpa sko,“ segir Hallveig og hlær. Þá hafði Logi fengið E. coli vírus eftir ostrurnar. Atvikið varð til þess að Logi seldi heittelskaða bílinn sinn. Klippa: Betri helmingurinn - Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir Öll pör þurfa að takast á við áskoranir. Logi var ungur faðir þegar þau Hallveig kynntust. „Bjartur sonur minn fæðist þarna 1. október 2017. Ég hafði verið einhleypur síðan í janúar eða febrúar það árið svo ég var búinn að vera einhleypur í svona ár þegar ég kynntist Hallveigu.“ Hann segir að það hafi verið svolítið flókið að hefja nýtt samband á þessum tímapunkti. En líka áhugavert og þannig sé lífið. Það haldi alltaf áfram. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Voru ekkert að flýta sér En parið gaf sér tíma og steig eitt skref í einu. „Hallveig kynnist Bjarti um sumarið. Þetta er svo stór ákvörðun þegar maður kynnir börnin sín fyrir einhverjum nýjum. Við vorum bara ekkert að flýta okkur að því,“ segir Logi. Þau eru þakklát fyrir að Hallveig hafi getað verið hluti af lífi Bjarts svo lengi. Hallveig minnir á að hún hafi aðeins verið 21 árs á þessum tíma og það hafi verið stórt skref að fara í samband með ungum föður. Hún hafi þó ekki miklað nýja hlutverkið fyrir sér. „Við vorum bæði bara svo ung,“ segir Logi þegar hann horfir til baka. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Föðurhlutverkið breytti forgangsröðuninni Logi segir föðurhlutverkið hafa gefið honum gríðarlega mikið og kennt honum að nálgast starf sitt sem listamaður á nýjan hátt. „Það var svo geggjað að eignast Bjart og fá einhvern veginn ógeðslega mikið rými til þess að þurfa að pæla númer eitt, tvö og þrjú í einhverjum öðrum,“ segir Logi. Hann hafi stækkað svo mikið sem manneskja að þurfa að hætta á sjálfshátíð, þar sem maður setur sjálfan sig í fyrsta sæti, því maður sé foreldri. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mikilvægt að finna jafnvægið Logi segir Hallveigu hafa verið í aðalhlutverki á heimilinu undanfarið því annirnar hafi verið svo miklar hjá honum. „Hún tekur þungan af því að sinna hlutunum sem ég get ekki verið að sinna,“ segir Logi sem hefur verið að klára sjónvarpsseríu, koma fram og í náminu. Barnalán varð hjá parinu í fyrra þegar Bjartur eignaðist lítinn bróður. „Ég upplifi það kannski núna í fyrsta sinn þegar við erum með barn sem býr ekki á tveimur heimilum, sem er alltaf hjá okkur að þá þýðir það ekki að ég geti tekið vinnutörn þegar Bjartur er hjá mömmu sinni,“ segir Logi. „Ég verð einhvern veginn að finna einhverja jöfnu sem gengur upp fyrir alla núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hallveig Hafstað Haraldsdóttir (@hallveig) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Parið lýsir skemmtilega fyrsta stefnumótinu. Þá bauð Logi Hallveigu út að borða og matseðillinn hljóðaði upp á níu rétti. „Við gátum ekki farið fyrr en eftir þrjá tíma því við vorum að fá rétti allan tímann. Þannig ef þetta hefði verið vandræðalegt þá hefðum við bara verið í þögn,“ segir Hallveig. Sem betur fer var stefnumótið langt frá því að vera vandræðalegt. Seldi bílinn eftir örlagarík veikindi Þegar þau byrjuðu að hittast átti Logi bíl sem var honum afar kær. Örlagaríkt ostrukvöld varð til þess að skipta þurfti bílnum út. Logi lýsir því að hann hafi orðið fárveikur af ostruátinu og þurft að fara upp á spítala. „Hallveig gat ekkert keyrt mig og gat ekki gert neitt því hún kunni ekki á bílinn,“ segir Logi. „Ég kann ekki á beinskiptan bíl, ég er þessi týpa sko,“ segir Hallveig og hlær. Þá hafði Logi fengið E. coli vírus eftir ostrurnar. Atvikið varð til þess að Logi seldi heittelskaða bílinn sinn. Klippa: Betri helmingurinn - Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir Öll pör þurfa að takast á við áskoranir. Logi var ungur faðir þegar þau Hallveig kynntust. „Bjartur sonur minn fæðist þarna 1. október 2017. Ég hafði verið einhleypur síðan í janúar eða febrúar það árið svo ég var búinn að vera einhleypur í svona ár þegar ég kynntist Hallveigu.“ Hann segir að það hafi verið svolítið flókið að hefja nýtt samband á þessum tímapunkti. En líka áhugavert og þannig sé lífið. Það haldi alltaf áfram. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Voru ekkert að flýta sér En parið gaf sér tíma og steig eitt skref í einu. „Hallveig kynnist Bjarti um sumarið. Þetta er svo stór ákvörðun þegar maður kynnir börnin sín fyrir einhverjum nýjum. Við vorum bara ekkert að flýta okkur að því,“ segir Logi. Þau eru þakklát fyrir að Hallveig hafi getað verið hluti af lífi Bjarts svo lengi. Hallveig minnir á að hún hafi aðeins verið 21 árs á þessum tíma og það hafi verið stórt skref að fara í samband með ungum föður. Hún hafi þó ekki miklað nýja hlutverkið fyrir sér. „Við vorum bæði bara svo ung,“ segir Logi þegar hann horfir til baka. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Föðurhlutverkið breytti forgangsröðuninni Logi segir föðurhlutverkið hafa gefið honum gríðarlega mikið og kennt honum að nálgast starf sitt sem listamaður á nýjan hátt. „Það var svo geggjað að eignast Bjart og fá einhvern veginn ógeðslega mikið rými til þess að þurfa að pæla númer eitt, tvö og þrjú í einhverjum öðrum,“ segir Logi. Hann hafi stækkað svo mikið sem manneskja að þurfa að hætta á sjálfshátíð, þar sem maður setur sjálfan sig í fyrsta sæti, því maður sé foreldri. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mikilvægt að finna jafnvægið Logi segir Hallveigu hafa verið í aðalhlutverki á heimilinu undanfarið því annirnar hafi verið svo miklar hjá honum. „Hún tekur þungan af því að sinna hlutunum sem ég get ekki verið að sinna,“ segir Logi sem hefur verið að klára sjónvarpsseríu, koma fram og í náminu. Barnalán varð hjá parinu í fyrra þegar Bjartur eignaðist lítinn bróður. „Ég upplifi það kannski núna í fyrsta sinn þegar við erum með barn sem býr ekki á tveimur heimilum, sem er alltaf hjá okkur að þá þýðir það ekki að ég geti tekið vinnutörn þegar Bjartur er hjá mömmu sinni,“ segir Logi. „Ég verð einhvern veginn að finna einhverja jöfnu sem gengur upp fyrir alla núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hallveig Hafstað Haraldsdóttir (@hallveig) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00
„Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35
„Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30