Lífið

Andrew Tate gerður brott­rækur af Meta

Árni Sæberg skrifar
Andrew Tate birti iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Það gerir hann aldrei framar.
Andrew Tate birti iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Það gerir hann aldrei framar. Skjáskot

Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum.

Fyrrverandi bardagakappinn Andrew Tate hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarið vegna umdeildrar hegðunar hans á samfélagsmiðlum. Mest hefur farið fyrir Tate á TikTok en hann hefur einnig verið áberandi á Instagram. Nú hefur Meta tekið fyrir það að hann geti dreift skoðunum sínum á miðlum fyrirtækisins.

Hann hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir.

Hann hefur þegar ítrekað verið settur í straff á Twitter og nýlega fékk hans lífstíðarbann á miðlinum og hefur því tíst sínu síðasta tísti.

Vísir fjallaði ítarlega um Tate á dögunum:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×