Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 23:31 Jürgen Klopp var heldur hissa á ummælum Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira