Lífið

Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Páll Óskar tryllti lýðinn á Bylgjutónleikunum á Menningarnótt 2018.
Páll Óskar tryllti lýðinn á Bylgjutónleikunum á Menningarnótt 2018. Vísir/Vilhelm

Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi.

Listinn er langt frá því að vera tæmandi en nánari upplýsingar um dagskrá Menningarnætur má finna hér eða með því að fara inn á heimasíðuna menningarnott.is.

Samtökin Support for Ukraine eru heiðursgestir menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðsludagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá klukkan 13:00 til 18:00. Nánari upplýsingar má finna hér

Upplýsingar um götulokanir, ferðir Strætó og rafskútur Hopp

Kort yfir götulokanir vegna Menningarnætur má sjá hér að neðan en frekari upplýsingar um götulokanir má einnig finna með því að smella hér

Hér má sjá götulokanir vegna Menningarnætur.Fengið af heimasíðu Menningarnætur.

Frítt verður í Strætó á Menningarnótt og boðið verður upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Hefðbundið leiðakerfi Strætó verður gert óvirkt klukkan 22:30 en þá verður lögð áhersla á að ferja fólk úr miðbænum frá Sæbraut við Höfða klukkan 23:00. Síðustu ferðir verða klukkan 01:00. Næturstrætó hefur akstur klukkan 01:00 en ekki verður frítt í hann. Nánari upplýsingar um leiðir og ferðir Strætó á Menningarnótt má sjá hér.

Rafskútufyrirtækið Hopp lætur sig ekki vanta í miðbæinn og hefur skipulagt sérstök stæði fyrir hjólin sín. Sé rafskútunum skilað á tilætluð svæði fá notendur fimmtíu prósent afslátt af fargjaldi. Frekari upplýsingar má sjá hér að neðan. 

Hinar ýmsu upplýsingar um samgöngur borgarinnar á meðan Menningarnótt stendur má einnig sjá hér.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Greinilegt er að bærinn muni iða af lífi á morgun og hefst dagskrá menningarnætur eins og svo oft áður á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hlaupið þarf vart að kynna en nánari upplýsingar má sjá hér eða á rmi.is

Kort af hlaupaleið fyrir heilt maraþon má sjá hér að neðan. Önnur kort og frekari upplýsingar um hlaupið má sjá hér

Kort hlaupaleiðar maraþons fengið af síðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Matur og tónlist víða

Mikið verður um dýrindis mat víðs vegar um bæinn á Menningarnótt en sem dæmi má nefna „Fjör á Fiskislóð“ á Fiskislóð 24 sem stendur frá klukkan 12:00 til 23:00. Þar verður boðið upp á mat frá fyrirtækjunum á svæðinu og hefst tónleikadagskrá þar klukkan 14:00.  Nánari upplýsingar má sjá hér. 

Hinir ýmsu matarvagnar á vegum Götubitans verða bæði við Miðbakka frá 12:00 til 23:00 og í Hljómskálagarði frá 17:00 til 22:30.

Í Hljómskálagarðinum er Tónlistarveisla Bylgjunnar á dagskrá frá klukkan 18:00 til 22:30 en þar koma fram Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, Klara Elías, Stjórnin, Svala Björgvins, Systur, Jón Jónsson og Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Nánari upplýsingar má sjá hér. 

Menningarnæturtónleikar X977 í Kolaportinu eru einnig á dagskrá frá klukkan 18:00 til 23:00 en þar koma Sólstafir, Emmsjé Gauti, Superserious Celebs og Herra Hnetusmjör fram ásamt fleirum. Nánari upplýsingar má sjá hér

Menningarnæturtónleikar KEX fara fram í porti hostelsins frá klukkan 15:00 til 21:30. Fram koma Lottó, Ari Árelíus og Countess Malaise ásamt fleirum. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Arnarhól klukkan 19:45 til 23:00 og verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 en þar koma fram Bríet, KK Band og FLOTT ásamt fleirum. 

Hin sígilda flugeldasýning er svo á dagskrá strax eftir að Tónaflóði Rásar 2 lýkur við Arnarhól frá klukkan 23:00 til 23:10.

Fjölbreytt dagskrá fyrir fólk á öllum aldri

Það er nánast ógerlegt að tala skrifa um alla þá viðburði sem verða á dagskrá á Menningarnótt en hér að neðan er listi yfir allskonar viðburði sem ættu að hæfa breiðu aldursbili. 

List um allan bæ

List er órjúfanlegur hluti af Menningarnótt en utan tónlistar eru hinar ýmsu sýningar á dagskrá. 

  • Improv Ísland stendur fyrir spunamaraþoni frá klukkan 15:00 til 22:00 en fjórtán spunasýningar verða sýndar í röð í Þjóðleikhúskjallaranum.  
  • Listakonan Saga Sig og tónlistarmaðurinn Villi naglbítur verða með opna vinnustofu á Laugarvegi 25 frá 17:00 til 21:00. Þar munu þau sýna ný málverk og hljómsveitin 200.000 naglbítar spila tónlist sína frá 20:00 til 20:30. 
  • Listasafn Reykjavíkur verður með fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsi, Hljómskálagarði, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá hér
  • Listasýninguna „Limir Íslands“ má sjá frá klukkan 10:00 til 20:00 í Gallerí 16 en þar eru málverk af typpamyndum til sýnis. Eins og nafnið gefur til kynna er sýningin frekar stíluð á fullorðna. 
  • Sjálfbær tískusýning verður fyrir utan verslunina „Mjúk Iceland“ Laugavegi 23 klukkan 16:00 til 16:30 . Þar verður sýnt sérstakt safn af poncho og slám sem eru hannaðar og framleiddar á Íslandi úr íslenskum hráefnum, hreinni ull og fiskroði. 
  • King og bong mun opna dyr sínar á ný og verður boðið upp á myndlist, tónlist og gjörninga ásamt fleiru á Laugavegi 27 frá klukkan 14:00 og fram á nótt.

Eins og sjá má er nóg um að vera á Menningarnótt þetta árið en frekari upplýsingar um dagskrá næturinnar má eins og áður sagði, sjá á menningarnott.is

Góða skemmtun!


Tengdar fréttir

„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“

Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt.

Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni

Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur.

Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík

Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. 

Von á á­gætis­veðri á Menningar­nótt

Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×