Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2022 10:00 Hafþór Júlíus Björnsson hefur verið iðinn við að afla sér tekna og er núna farinn að hafa vel upp úr því að keppa í hnefaleikum. Talksport Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt Tekjublaðinu var Hafþór með að meðaltali yfir 5 milljónir króna á mánuði í laun á síðasta ári, fyrir skatt. Hafþór hefur aflað tekna úr ýmsum áttum eftir að hafa öðlast heimsfrægð sem aflraunamaður og fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Tekjur Hafþórs í fyrra voru þó engu að síður talsvert lægri en árið 2020 þegar hann var með tæpar tíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Hafþór ætti einnig að hafa þénað vel á þessu ári eftir bardagann sem hann vann gegn Eddie Hall og vakti mikla athygli. Nú gæti einnig verið framundan bardagi við Tyson Fury, sem leitaði Hafþórs á Íslandi á dögunum, og ætti að skila miklum tekjum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús. Á eftir Hafþóri er Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna og einn af eigendum CrossFit Reykjavíkur, sú eina með meira en 2 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu. Anníe Mist Þórisdóttir er í miklum metum í CrossFit-heiminum og er einn af eigendum CrossFit Reykjavík.Instagram/@anniethorisdottir Anníe var með tæplega 3,5 milljónir króna á mánuði en næstur á eftir henni er svo Eiður Smári Guðjohnsen, sem í fyrra var meðal annars aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur hjá Símanum um enska boltann. Eiður var með 1.950.000 krónur í tekjur. Þar á eftir koma svo Líney Rut Halldórsdóttir, sem undir lok síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri ÍSÍ eftir fjórtán ára starf. Hún þénaði rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Darri Freyr Atlason er svo fimmti á listanum, einnig með rétt rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Hann hætti sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta vorið 2021 til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity en hefur einnig verið í hlutverki körfuboltaspekings í sjónvarpi. Stefán Rafn og Rasmus efstir af leikmönnum í boltaíþróttum Af þeim sem að eru leikmenn í boltaíþróttum var Stefán Rafn Sigurmannsson, handknattleiksmaður hjá Haukum, með hæstar uppgefnar tekjur eða 1.155 þúsund krónur á mánuði. Hann sneri heim úr atvinnumennsku í Hauka í byrjun síðasta árs en starfar einnig sem fasteignasali. Rasmus Christiansen, kennari við Hagaskóla og leikmaður Vals í fótbolta, var með 1.115 þúsund krónur og Óskar Örn Hauksson, sem síðasta vetur skipti frá KR yfir til Stjörnunnar, var á síðasta ári með 1.083 þúsund krónur. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Aflraunir CrossFit Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Samkvæmt Tekjublaðinu var Hafþór með að meðaltali yfir 5 milljónir króna á mánuði í laun á síðasta ári, fyrir skatt. Hafþór hefur aflað tekna úr ýmsum áttum eftir að hafa öðlast heimsfrægð sem aflraunamaður og fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Tekjur Hafþórs í fyrra voru þó engu að síður talsvert lægri en árið 2020 þegar hann var með tæpar tíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Hafþór ætti einnig að hafa þénað vel á þessu ári eftir bardagann sem hann vann gegn Eddie Hall og vakti mikla athygli. Nú gæti einnig verið framundan bardagi við Tyson Fury, sem leitaði Hafþórs á Íslandi á dögunum, og ætti að skila miklum tekjum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús. Á eftir Hafþóri er Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna og einn af eigendum CrossFit Reykjavíkur, sú eina með meira en 2 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu. Anníe Mist Þórisdóttir er í miklum metum í CrossFit-heiminum og er einn af eigendum CrossFit Reykjavík.Instagram/@anniethorisdottir Anníe var með tæplega 3,5 milljónir króna á mánuði en næstur á eftir henni er svo Eiður Smári Guðjohnsen, sem í fyrra var meðal annars aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur hjá Símanum um enska boltann. Eiður var með 1.950.000 krónur í tekjur. Þar á eftir koma svo Líney Rut Halldórsdóttir, sem undir lok síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri ÍSÍ eftir fjórtán ára starf. Hún þénaði rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Darri Freyr Atlason er svo fimmti á listanum, einnig með rétt rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Hann hætti sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta vorið 2021 til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity en hefur einnig verið í hlutverki körfuboltaspekings í sjónvarpi. Stefán Rafn og Rasmus efstir af leikmönnum í boltaíþróttum Af þeim sem að eru leikmenn í boltaíþróttum var Stefán Rafn Sigurmannsson, handknattleiksmaður hjá Haukum, með hæstar uppgefnar tekjur eða 1.155 þúsund krónur á mánuði. Hann sneri heim úr atvinnumennsku í Hauka í byrjun síðasta árs en starfar einnig sem fasteignasali. Rasmus Christiansen, kennari við Hagaskóla og leikmaður Vals í fótbolta, var með 1.115 þúsund krónur og Óskar Örn Hauksson, sem síðasta vetur skipti frá KR yfir til Stjörnunnar, var á síðasta ári með 1.083 þúsund krónur.
Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús.
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Aflraunir CrossFit Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18
Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13
Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31