Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:57 Leikmenn Manchester United hafa byrjað leiktíðina afar illa. Getty/Ash Donelon Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira