Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:57 Leikmenn Manchester United hafa byrjað leiktíðina afar illa. Getty/Ash Donelon Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils. Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt hins virta Bloomberg í dag. Miðillinn segist hafa innanbúðarheimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé opin fyrir því að selja hlut í enska knattspyrnufélaginu en pressan eykst sífellt á eigendurna með versnandi árangri og stöðu þessa vinsæla félags. Bloomberg segir að viðræður séu í gangi en það þýði þó ekki endilega að Glazer-fjölskyldan muni á endanum selja nokkuð af sínum hlutum í Manchester United. Þá sé ljóst að fjölskyldan vilji ekki missa meirihluta. Fulltrúar hennar og United neituðu að tjá sig um málið. The Glazer family would consider selling a minority stake in Manchester United, sources reveal, after Elon Musk "joked" about buying the iconic clubhttps://t.co/YUPj0Uh6dm— Bloomberg UK (@BloombergUK) August 17, 2022 Gengi hlutabréfa í Manchester United hækkaði mest um 7,6% í fyrstu viðskiptum í New York í dag en félagið er metið á um 2,2 milljarða Bandaríkjadala. United hefur byrjað nýja leiktíð undir stjórn nýja stjórans Eriks ten Hag skelfilega. Ef fram heldur sem horfir verður því liðinn áratugur næsta vor frá síðasta Englandsmeistaratitli United. Þrátt fyrir það er félagið eitt það þekktasta og sigursælasta í sögu heimsfótboltans, með til að mynda 20 Englandsmeistaratitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Stuðningsmenn Manchester United virðast flestir vilja losna við Glazer-fjölskylduna sem fyrst.Getty Bloomberg segir ljóst að margir stórir fjárfestar muni hugsa sér gott til glóðarinnar að fjárfesta í United, líkt og þegar Roman Abramovich seldi Chelsea fyrr á þessu ári. Elon Musk, eigandi Tesla, grínaðist með það að ætla að kaupa United en var fljótur að leiðrétta það. Glazer-fjölskyldan eignaðist United árið 2005 og skuldsetti félagið um leið verulega, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Óánægja stuðningsmanna hefur síðan aukist, ekki síst frá því að Sir Alex Ferguson steig frá borði árið 2013 eftir að hafa stýrt liðinu til síns tuttugasta Englandsmeistaratitils.
Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira